Pirraður Hafnfirðingur greip til sinna ráða í morgun, gómaði sprengjuglaða menn í Hafnarfjarðarhöfn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningu um skemmdarverk á bíl í Hafnarfirði á sjötta tímanum í morgun.

Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið tjóni á bílnum lýsti því fyrir lögreglu að flugeldasprengingar frá Hafnarfjarðarhöfn hefðu haldið fyrir honum vöku.

Hann ákvað því að fara á staðinn til að ræða við þá sem voru að skjóta upp flugeldunum.

Þegar þangað var komið lokuðu þeir sig af í bíl sínum og neituðu að ræða við manninn.

Greip hann þá til sinna ráða og reyndi að opna bílinn en þegar ökumaður bílsins ók á brott fór ekki betur en svo að handfangið sem notað er til að opna bílinn að utanverðu brotnaði af.

Öll notkun flugelda er bönnuð eftir 6. janúar.

Auglýsing

læk

Instagram