Pizza 67 skuldar starfsfólki laun, eigandi segir alla fá borgað en að það taki tíma

Einar Hrafn Björnsson fyrrverandi starfsmaður Pizza 67, segir fyrirtækið skulda sér og öðrum laun og launatengd gjöld. Hann segir sig og eiginkonu sína hafa gengið í gegnum helvíti þar sem þau hafi þurft að taka lán til að ná endum saman. Einn eigandi Pizza 67 segir að allir fái greitt en að það taki tíma. Þetta kemur fram á Vísi.

Pizza 67 opnaði með látum í Grafarvogi í desember á síðasta ári og á Grensásvegi í sumar. Staðurinn naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum og var á tímabili stærsta veitingahúsakeðja landsins ásamt því að teygja anga sína til Danmerkur og Færeyja.

Einar Hrafn birti færslu á Facebook í dag þar sem hann segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann hóf störf hjá fyrirtækinu í júní. Hann segir fyrirtækið skulda sér um 950 þúsund krónur í laun ásamt launatengdum gjöldum.

„Ég veit fyrir víst að það eru hátt í tíu aðrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem eiga laun inni hjá P67 ehf. sem þeir hunsa bara,“ segir hann.

Ég og sambýliskonan mín höfum þurft að ganga í gengum helvíti vegna þess að ég fékk ekki laun og þurfum við meðal annars að fá lán til þess að bókhald okkar gengi upp með tilheyrandi kostnaði.

Einar segir fjármálastjóra fyrirtækisins hafa bent á sig þegar borga átti út laun. „Hann svaraði ekki starfsfólkinu þegar það spurði um launin og benti á mig og átti ég að svara fyrir það að hann gæti ekki borgað út,“ segir hann.

„Það var svona hver einustu mánaðarmót. Þeir létu sig hverfa og sögðu starfsmönnunum að tala við mig og enginn af þremur eigendum vildu axla ábyrgð.“

Anton Traustason, einn eigendi Pizza 67, viðurkennir í samtali við Vísi að félagið skuldi Einari og fleiri aðilum laun ásamt því að félagið hafi ekki greitt lífeyrissjóðum eða verkalýðsfélögum. Hann segir að allir núverandi og fyrrverandi starfsmenn fá greitt en að það taki tíma.

„[Einar] var fullkomlega meðvitaður um þetta og vissi alveg að það var verið að berjast við að taka að sér stórt verkefni sem var miklu dýrara en við ætluðum okkur í upphafi og hann fær sína peninga. Það tekur bara tíma að rétta þetta af,“ segir hann í samtali við Vísi.

Færslu Einars má sjá hér fyrir neðan.

Sæl öll sömul.Nú er svo komið að ég hef ákveðið að deila reynslu minni af fyrrverandi vinnustað, P67 ehf sem rekur…

Posted by Einar Hrafn Björnsson on Monday, December 7, 2015

Auglýsing

læk

Instagram