Pizzusendill misskildi Margréti Maack og kom að henni naktri: „Reyndi að hylja mig með fartölvu“

Margrét Erla Maack lenti í því óheppilega atviki í gær að pizzusendill frá Domino’s misskildi hana og kom inn í íbúð hennar með pizzu þar sem hún stóð allsnakin.

Í færslu Margrétar á Facebook um málið segist hún hafi skilið hurðina á neðri hæð íbúðarinnar eftir opna til að lofta út. Skyndilega heyri hún mann kalla og hún svarar: „Augnablik!“ og ætlar að klæða sig í föt. Þá tók sagan óvænta stefnu. „Skyndilega stendur pizzumaðurinn á annarri hæð á Óðinsgötu, og horfir inn í svefnherbergi,“ segir hún.

Aumingjans pizzusendillinn talaði ekki íslensku og hélt líklega að AUGNABLIK þýddi KOMDU UPP. Tómas panikkar og grípur veski og ætlar að borga manninum.

Margrét skipaði kærasta sínum, að eigin sögn með öskuraparöddinni, að fara með pizzusendilinn niður. „Ég er allsber!“ hrópaði hún og reyndi að hylja sig með farölvu. „Eins og íkonísk mynd af Carrie Bradshaw. Virkar ekki, ég er aðeins stærri um mig en SJP,“ bætir hún við.

„Ég var í sjokki. Þó mér líði vel í eigin skinni þá vil ég nú stjórna því hver fær að bera dýrðina augum, og jafnvel rukka inn fyrir það (plögg Reykjavík Kabarett plögg).“

Domino’s var fljótt að bregðast við tísti Margrétar um málið og hafði samband við hana. Margrét segist hafa fengið þær upplýsingar að þar verði farið yfir verkferla og öllum kennt orðið: „Augnablik.“ Domino’s ákvað einnig að gefa Margréti tíu þúsund króna gjafabréf vegna óþægindanna.

„Ég fæ heilar 10 þúsund krónur í inneign, það eru sirka fimm hvítlauksbrauð, fyrir það að ókunnugur maður valsi inn á heimili mitt, upp á aðra hæð, næstum inn í svefnherbergi og sjái mig nakta án míns samþykkis,“ segir Margrét ósátt í færslunni sem lesa má í heild hér að neðan.

Í gærkvöldi eftir frábæran danstíma ákváðum við Tómas (sem var ekki í danstíma) að panta okkur pizzu. Við liggjum svo í…

Posted by Margrét Erla Maack on Þriðjudagur, 3. október 2017

Auglýsing

læk

Instagram