Playboy hættir við að hætta við, ætla að halda áfram að birta nektarmyndir

Playboy hefur ákveðið að birta aftur nektarmyndir í tímaritum sínum. Ekki er liðið nema eitt ár frá því að tekin var ákvörðun um að hætta birtingu nektarmyndanna í von um að höfða til yngri lesendahóps.

Ákvörðun Playboy var söguleg þar sem birtar höfðu verið myndir af allsberum konum í tímaritinu í 62 ár eða frá árinu 1953.

Cooper Hefner, sonur Hugh Hefner stofnanda blaðsins, segir það hafi verið mistök að taka út nektarmyndirnar. Hann tilkynnti breytinguna á Twitter.

Sjá einnig: Playboy án nektarmynda er óður til Snapchat

Hér má sjá tilkynningu Cooper Hefner

Auglýsing

læk

Instagram