Popplag úr eldræðu Gunnars Braga á Alþingi: Hvar er kjarkurinn?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði allt vitlaust á Alþingi í síðustu viku í umræðum á lög á verkfall heilbrigðisstarfsfólks.

Gunnari var heitt í hamsi eftir að minnihlutinn gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir kjarkleysi. Hann sneri spurningunni á minnihlutann og spurði: „Hvar er kjarkurinn?“. Setning sem er nú orðin að lagi sem má heyra hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Popplag Sveinbjargar í Kastljósinu

Síðast fékk Nútíminn Þorstein Baldvinsson til að gera lag úr ummælum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr Kastljósinu. Lagið sló eftirminnilega í gegn og nú er ræða Gunnars Braga orðin að grípandi poppslagara sem þú verður að heyra. Aftur og aftur. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram