Retro Stefson flytur lög af væntanlegri plötu

MC Pluto kemur fram í þriðja skipti þann 30. desember á Síðasta sjens í Gamla Bíói ásamt  Uni Stefson, Young Karin, Hermigervli og Retro Stefson sem flytur nýtt efni af plötu sem er væntanleg á næsta ári.

En hver er MC Pluto? Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson veit það betur:

Hann er litli bróðir Haraldar Ara úr Retro. Nokkrar pabbahelgar í röð þegar hann var 11 ára tókum við upp lögin hans á daginn og og settum á Myspace á kvöldin.

Lögin vöktu talsverða athygli og eitt þeirra má hlusta á hér fyrir neðan. Hann kom fram í fyrsta skipti í Nakta apanum á Iceland Airwaves árið 2007 og í annað skipti á stofutónleikum á Listahátíð. Nú er hann orðinn 18 ára gamall og kemur fram á Síðasta sjens.

Miðaverð á tónleikana er 2.900 krónur og húsið opnar klukkan 21. Miðasala fer fram hér.

Auglýsing

læk

Instagram