Rúrik ekki lengur með milljón fylgjendur á Instagram

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fótbolta, er ekki lengur með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Rúrik um Instagram: Hef kannski ekki verið alveg nógu duglegur að fylgja þessu eftir

Rúrik vakti mikla athygli á HM í Rússlandi síðasta sumar og varð algjör sprenging á samfélagsmiðlum kappans. Hann fékk mest rúma 1,3 milljón fylgjendur og varð vinsælasti Íslendingurinn á Instagram um stund.

Rúrik hefur sennilega ekki miklar áhyggjur af þessu en hann er um þessar mundir staddur á Ítalíu vegna brúðkaups Gylfa Sigurðssonar sem var haldið í gær.

View this post on Instagram

Wedding weekend ??

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on

Auglýsing

læk

Instagram