Reynisfjara með heimsins bestu ströndum á veturna

Hinn heimsþekkti ferðavefur Lonely Planet birti á dögunum lista yfir þær strendur heimsins sem væri tilvalið heimsækja að vetrarlagi. Þar á Ísland eina strönd en það er Reynisfjara sem er í öðru sæti að mati blaðamannsins. Christinu Webb.

„Þú þarft ekki sólskin til þess að fara á ströndina. Þessar kuldalegu strandlengjur eru alveg jafn tignarlegar,“ segir Christina í umfjöllun sinni.

Í fyrsta sæti er ströndin Charmouth Beach í Dorset í Bretlandi en á eftir henni kemur Reynisfjara í öllu sínu veldi. Um Reynisfjöru er sagt að hvítar strendur séu gamlar fréttir því þegar það kæmi að dramatískum strandlengjum þá standi svarta ströndin fyrir utan Vík þar öðrum fremur.

„Fyrir utan hið draugalega andrúmsloft í Reynisfjöru þá fylgir ströndinni einnig þjóðsaga. Sú saga segir að tröll hafi dregið skip að ströndinni en fyrir óheppni hafi dagsbirtan breytt þeim í stein í formi áhrifamikla sjávarstokka sem standa yfir öllu.“

Umfjöllun Lonely Planet má lesa hér.

Auglýsing

læk

Instagram