Ritstjóri Nútímans vefhetja ársins á Nexpo

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, var valinn vefhetja ársins 2015 á Nexpo-verðlaununum í gærkvöldi. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Bíó paradís. Þetta eru önnur verðlaunin sem Nútíminn hlýtur frá því að vefurinn fór í loftið í lok ágúst í fyrra.

Sjá einnig: Nútíminn var brjáluð hugmynd

Hjálmar Gíslason hjá Data Market, Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla, Ragga nagli og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu voru einnig tilnefnd í flokknum vefhetja ársins.

Strætó appið frá Strætó BS var valið app ársins, vefur ársins var Blær.is og herferð ársins var Heim um jólin frá Icelandair.

Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir notkun á Snapchat, óhefðbunda auglýsing ársins var Örugg borg frá UN Women á Íslandi og Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins.

Rökstuðning dómnefndar má finna á vef Kjarnans.

Auglýsing

læk

Instagram