Röð byrjuð að myndast fyrir utan Dunkin’ Donuts þegar 12 tímar eru í opnun

Röð er byrjuð að myndast fyrir utan Dunkin’ Donuts á Laugavegi, sem opnar klukkan níu í fyrramálið. Þetta er fyrsti Dunkin’ Donuts staðurinn sem opnar á Íslandi

Eins og Nútíminn greindi frá um helgina fá 50 fyrstu viðskiptavinirnir á opnunardeginum gefins stimpilkort sem gerir það að verkum að þeir fá kassa með sex kleinuhringjum einu sinni í viku í heilt ár.

Sjá einnig: Dunkin’ Donuts ætla að gefa 50 fyrstu viðskiptavinunum fría kleinuhringi í heilt ár

Hér má sjá röðina sem er þegar byrjuð að myndast.

View this post on Instagram

Og það er komin röð!

A post shared by Dunkin' Donuts (IS) (@dunkindonutsisl) on

Til stendur til stendur að opna 16 Dunkin’ Donuts staði á Íslandi á næstu fimm árum. Staðirnir opna í samstarfi við 10-11 og búast má við að flestir verði inni í verslunum keðjunnar.

Ísland verður heimsmeistari í fjölda Dunkin’ Donuts staða miðað við höfðatölu ef áætlanirnar standast. Einn staður verður á hverja 20.000 íbúa eftir fimm ár, ef allt gengur að óskum kleinuhringjarisans en í Bandaríkjunum er einn staður á hverja 46.000 íbúa.

Í lok árs 2013 voru 7.677 Dunkin’ Donuts staðir í Bandaríkjunum. Fyrir hrun stóð til að fjölga þessum stöðum í 15.000 fyrir árið 2020 en þá verður einn staður á hverja 21.000 Bandaríkjamenn. Met Íslands mun því standa óhaggað.

Dunkin’ Donuts virðist horfa mikið til norðurlandanna um þessar mundir en til stendur að opna 20-25 staði í Danmörkuannað eins í Finnlandi og 30 staði í Svíþjóð.

Auglýsing

læk

Instagram