Rúmur milljarður í lúxusbíla frá áramótum

Lúxusbílar hafa selst fyrir rúman milljarð á árinu. Salan hefur aukist um tæp 50 prósent frá því í fyrra en til lúxusbíla heyra tegundirnar Volvo, Benz, Land Rover, Audi, BMW, Porsche, Lex­us og Tesla. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ef aðeins er miðað við einstaklinga hefur sala á lúxusbílum aukist um tæpan þriðjung á árinu. Samkvæmt Morgunblaðinu hefur einnig orðið sprening í sölu nýrra bíla til bílaleigna.

Morgunblaðið vísar í greiningu Brimborgar á tölum Samgöngustofu. Þar kemur fram að einstaklingar hafi keypt 118 lúxusbíla á tímabilinu. Í dag er 89. dagur ársins sem þýðir að á árinu hafa selst fleiri en einn lúxusbíll á dag á Íslandi. 92 höfðu selst á sama tímabili í fyrra.

Samkvæmt Morgunblaðinu áætlar Eg­ill Jó­hanns­son, for­stjóri Brim­borg­ar, að lúx­us­bíll kosti að meðaltali 8,5 millj­ón­ir.

Auglýsing

læk

Instagram