RÚV náði myndbandi af leikmanni Bulls rífa fána Serbíu, biðst afsökunar á Twitter

Nikola Mirotic, leikmaður Chicago Bulls og spænska karlalandsliðsins í körfubolta, hefur beðist afsökunar á því að hafa rifið þjóðfána Serbíu eftir að Spánverjar töpuðu fyrir Ítölum á Evrópumótinu í körfubolta. Þetta kemur fram á vef RÚV en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

RÚV náði myndbandi af atvikinu sem vakið hefur mikla athygli. Fjölmiðlar í Serbíu kalla málið skandal og Mirotic hefur beðist afsökunar á Twitter-síðu sinni.

Hann segist vera miður sín og að hann hafi ekki vitað að þetta væri þjóðfáni, hvað þá serbneskur fáni.

Mirotic leikur með landsliði Spánar en er fæddur í Svartfjallalandi. Landið var þá hluti af Júgóslavíu en lýsti svo yfir sjálfstæði og sleit um leið sambandi við Serbíu árið 2006.

Búið er að grípa myndbandið af vef RÚV og setja á Youtube.

https://www.youtube.com/watch?v=axe88FJYYA8

Auglýsing

læk

Instagram