Sænskur lögmaður elti æskudrauminn: Gerðist flugkennari á Íslandi

Sænski flugkennarinn Robin Farago er í viðtali á vef Instagram. Farago kennir hjá Keili og segir meðal annars frá aðfluginu svakalega að flugvellinum á Ísafirðu í viðtalinu.

Tilefnið er frábærar myndir Farago sem hann tekur á flugi og á landi og birtir á Instagram.

„Flugvöllurinn á Ísafirði er með eitt erfiðasta og mest spennandi aðflug í heiminum. Maður flýgur inn í mjög þröngan fjörð og flugbrautin vísar beint á fjall. En þetta er stórkostlegt,“ segir Robin Farago.

Farago starfaði áður sem lögmaður en elti æskudrauminn til Íslands og gerðist flugkennari hjá Keili. Hann fékk áhuga á flugi sem ungur drengur.

Ég man eftir að hafa hitt flugmenn frá Scandinavian airlines. Þeir áttu sælgæti og sýndu mér alla takkana og ótrúlegt útsýnið. Þá ákvað ég óaðvitandi að verða flugmaður.

Farago segir að aðstæður til flugs á Íslandi geti verið krefjandi. Hann flaug meðal annars nýlega yfir Holuhraun og sá eldgosið í návígi.

„Að geta fylgst með virku eldfjalli í návígi er mögnuð upplifun. Ég sé núna af hverju Ísland er kallað land elds og ísa,“ segir hann.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram