Samfangi Ólafs Ólafssonar vildi Kók í fundarlaun fyrir að finna veski eiginkonu hans

Það er ekki sjálfgefið að endurheimta glötuð veski en Ingibjörg Kristjánsdóttir fékk allt sitt til baka þegar hún týndi sínu á Kvíabryggju.

 

Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona kaupsýslumannsins Ólafs Ólafssonar, týndi veskinu sínu þegar hún var að heimsækja eiginmann sinn á Kvíabryggju á dögunum. Samfangi Ólafs fann veskið og var með hófstilltar kröfur um fundarlaun: Eina Kók. Þetta kemur fram á Stundinni.

Sjá einnig: Örskýring um Al-Thani málið

Ólafur Ólafsson var á dögunum dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir aðkomu sína að Al-Thani málinu. Ingibjörg segir í samtali við Stundina að hún hafi líklega misst veskið sitt fyrir utan fangelsið.

Ég áttaði mig hins vegar ekki á því fyrr en að Ólafur hringir í mig morguninn eftir, og segir mér að samfangi hans hafi komið til hans rétt í þessu og látið hann fá veskið. Hann hafði fundið það á bílaplaninu þegar hann fór út í göngutúr um morguninn. Og já ég var með pening í veskinu og auðvitað skilríki og kort, og allt skilaði þetta sér.

Fanginn vildi hins vegar lítið sem ekkert í fundarlaun.

„Ég bað Ólaf að spyrja samfangann hvort ég gæti eitthvað gert fyrir hann, hvort það væri eitthvað sem honum vanhagið um og hann bað um kókflösku, það var nú ekki meira sem pilturinn bað um í staðinn fyrir þennan greiða,“ segir Ingibjörg á Stundinni.

„Mér finnst þetta ótrúlega flott hjá drengnum, og ég reyndi að þakka honum fyrir eins vel og ég gat og vona að það hafi skilað sér.“

Auglýsing

læk

Instagram