Samtalið á Klaustri leiklesið í Borgarleikhúsinu

Auglýsing

Í kvöld klukkan 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri.

Í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir að eitt af meginhlutverkum þess sé að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með viðburðinum leitist leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi.

Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir leiklestrinum og leikarar eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Hilmar Guðjónsson.

Auglýsing

Viðburðurinn, sem verður á Litla sviði leikhússins, er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklingur í karrý

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram