Sandra óskar eftir boði á stefnumót: „Ég myndi panta mér það ódýrasta af matseðlinum“

Sandra Birgisdóttir óskaði eftir boði á stefnumót frá á Facebook í morgun. Hún afþakkaði allar blóma- og konfektsendingar en sagðist þiggja boð út að borða með einhleypum karlmanni.

Hún er hreinskilin í færslunni.

Ég er ekki kröfuhörð, þú þarft til dæmis ekki að fara í jakkaföt og ég myndi panta mér það ódýrasta af matseðlinum. Lofa að fá þig til að brosa að minnsta kosti einu sinni en hlægja líka af bröndurunum þínum.

Það er þó einn hængur á, hún er ekki laus á sjálfan Valentínusardaginn og stingur upp á því að henni verði boðið út af borða á föstudaginn.

Sjá einnig: Kamilla sendir vinum og pítsusendlum Valentínusarkort: „Sköpin þín eru sko enginn hellir“

Sandra segist í samtali við Nútímann ekki vera komin með boð en bendir á að enn sé nokkuð eftir af deginum. „Það gæti eitthvað gerst í kvöld, kannski er einhver að mana sig upp,“ segir hún.

Færslan hefur vakið mikla kátínu og hafa tuttugu og þrír deilt henni í von um að Sandra fái boð. Margir hafa skilið eftir athugasemdir og hrósað henni fyrir frumlegheitin.

„Maður á ekki að taka sig of alvarlega. Allir alltaf á Tinder og Einkamál, ég ákvað að prófa þetta,“ segir Sandra sem býst þó ekki við að þetta verði til þess að hún finni ástina. „Það samt ekki að reyna,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Instagram