today-is-a-good-day

Segir að James Bond verði aldrei kona: „Búum bara til fleiri kvenkyns persónur“

Barbara Broccoli hefur verið framleiðandi kvikmyndanna um James Bond í bráðum 25 ár. Í viðtali við The Guardian segir hún að spæjarinn verði aldrei leikinn af konu en miklar vangaveltur hafa verið um hver taki við Daniel Craig í hlutverki spæjarans.

„Bond er karlkyns persóna, hann er skrifaður sem karl og ég hann mun halda áfram að vera karl. Það er allt í lagi, við þurfum ekki að breyta karlkyns persónum í konur. Búum bara til fleiri kvenkyns persónur og látum söguna passa við þær,“ segir Broccoli.

Lengi hefur verið sá orðrómur í gangi að Idris Elba gæti orðið fyrsti svarti leikarinn til að túlka Bond. Hann ýtti undir orðróminn með tísti sínu á dögunum og þá hafa einnig verið háværar sögusagnir um það að Broccoli vilji fá Elba í hlutverkið.

Sjá einnig: Idris Elba gefur í skyn að hann verði næsti James Bond: „Ég heiti Elba, Idris Elba”

Á frumsýningu myndarinnar Yardie í London fyrr í vetur var hann spurður hvort að hann yrði næsti Bond og svar hans var skýrt. Elba sagði einfaldlega nei.

Auglýsing

læk

Instagram