Segir ekkert vit í því að heppinn Akureyringur slugsi og bíði með að sækja 64 milljóna lottóvinning

Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskar getspár, er áhyggjufullur vegna þess að heppinn lottóspilari hefur ekki gefið sig fram og sótt rúmar 64 milljónir sem hann vann á gamlársdag.

Sjá einnig: Heppinn lottóspilari sem vann 64 milljónir hefur ekki gefið sig fram, leitað að vinningshafanum

Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Miðinn var keyptur fyrir hádegi miðvikudaginn 28. desember í Hagkaup á Akureyri. Um er að ræða sjálfvalsmiða sem kostaði 1.300 krónur.

Tæpar tvær vikur eru liðnar frá því að réttu tölurnar komu upp úr lottóvélinni og hefur vinningshafinn því fimmtíu vikur áður en miðinn rennur út.

Stefán segir að það sé ekkert vit í því að slugsa og bíða með að sækja vinninginn, enda aukist hættan á að miðinn týnist eftir því sem lengur er beðið, líkt og kemur fram í frétt Vísis. 

Auglýsing

læk

Instagram