Selma og Ilmur dæmdu söngkeppni Landsbankans

Söngkeppni Landsbankans, hið árlega Lídol, var haldið í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Þróunar- og mannauðssvið vann keppnina með stórkostlegum flutningi starfsþróunarstjórans Bergþóru Sigurðardóttur á laginu Holding Out for a Hero, sem Bonnie Tyler gerði frægt.

Keppnin var haldin að loknum starfsdegi Landsbankans og var glæsileg í alla staði. Selma Björnsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Guðmundur Pálsson úr Baggalúti voru dómarar í keppninni og sýndu litla miskunn.

Enginn fór svangur heim þar sem bankinn bauð upp á mat og drykk. Þá vöktu sérmerktar kókflöskur sérstaka athygli þar sem starfsmenn gátu til dæmis notið Kók með Landsbankanum, Selmu Björns og Lady Gaga.

Eftir keppnina tróðu plötusnúðarnir Gullfoss og Geysir upp.

Starfsmenn Landsbankans voru duglegir við að deila gleðinni á Instagram og hér má sjá úrval mynda frá kvöldinu:


Auglýsing

læk

Instagram