Siggi Sigurjóns vekur heimsathygli: Minnir fólk á Robin Williams

„Ég veit ekki af hverju en þetta lag minnir mig á Robin Williams.“

Þetta segir notandinn iToast Cz í athugasemd undir textamyndbandinu við nýtt lag Of Monsters and Men, Cystals. Notandinn Dickinson MLP Channel tekur undir það og segir að Siggi Sigurjóns, stjarna myndbandsins, sé mjög líkur honum.

 Sjá einnig: Siggi Sigurjóns stjarnan í nýju textamyndbandi OMAM 

Of Monsters and Men sendi frá sér textamyndband við fyrsta lagið af væntanlegri plötu í gær. Myndbandið er þegar komið með hátt í 300 þúsund áhorf og aðdáendur hljómsveitarinnar hafa skilið eftir hátt í þúsund athugasemdir.

Flestir virðast ánægðir með lagið en Siggi Sigurjóns stelur senunni og frammistaða hans virðist ætla að vekja heimsathygli. Hann þykir minna á leikarann Robin Williams, sem lést í fyrra.

Notandinn Ita Gaming segist hafa talið að Siggi væri Robin Williams og Natalie Willcox tekur undir það. Notandinn gemmasky spyr hver þessi maður er: „Hann er sætur og fyndinn. Frábært lag!“

Notendur Youtube keppast við að segja hver öðrum frá að þetta sé íslenski leikarinn Siggi Sigurjóns og það má velta fyrir sér hvort Spaugstofan nái inn í umræðuna á næstunni.

Öðrum notanda finnst fyndið að það sé þegar búið að uppfæra Wikipediu-síðu Sigga en þar er textamyndband OMAM efst á lista yfir síðustu verkefni hans.

Auglýsing

læk

Instagram