Sigmundur Davíð kallar eftir aðgerðum gegn fjölmiðlum: „Alvarlegast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna“

Auglýsing

Í gærkvöldi fjölluðu Stundin og DV um upptökur þar sem þingmenn Miðflokksins heyrast tala með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn í samtölum sín á milli.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var á meðal þeirra sem heyrist í á upptökunni, hann tjáði sig um málið á Facebook í gær.

Sigmundur segir að í fréttaflutningi af upptökunum ægi öllu saman og í sumu af því sem birst hefur sé viljandi eða óviljandi ranghermt um hvað sé verið að ræða og hver segir hvað. Hann segir að samtöl þingmanna sem sitja saman á góðri stund og grínast séu látin hljóma eins og pólitískt plott.

Þeir Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafa beðist afsökunar á ummælum sínum. Sigmundur segir að það alvarlegasta í málinu sé það ef raunin sé orðin sú að á Íslandi sé farið að stunda hleranir á einkasamtölum stjórnmálamanna.

„Hafi verið gerð hljóðupptaka af fundi þeirra sex þingmanna sem þar eru nefndir hlýtur það að teljast alvarlegt mál. Hópurinn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brotist hafi verið inn í síma einhvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hlerunarbúnaði,“ skrifar Sigmundur.

Auglýsing

Hann líkir málinu við það þegar að útsendarar breska blaðsins News of the World hleruðu símtöl stjórnmálamanna og annars þekkts fólks.

„Það athæfi var litið alvarlegum augum og gripið til aðgerða í samræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Annars eru Íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag gjörbreytt.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram