Auglýsing

Siðanefnd telur Bergþór og Gunnar Braga hafa brotið siðareglur á Klaustri

Aðeins tveir af sex þingmönnum í Klausturmálinu brutu siðareglur að mati siðarnefndar Alþingis. Þetta eru þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Ólason. Aðrir þingmenn sem gerðu sig að fífli á Klaustri bar í desember á síðasta ári voru ekki taldir hafa brotið siðareglur.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í dag segir að siðanefnd hafi farið yfir ummæli Bergþórs um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Nefndin fór einnig yfir ummæli Gunnars Braga um Albertínu og Lilju auk Ragnheiðar Runólfsdóttur, fyrrverandi sundkonu.

Í dómi Siðanefndar segir að ekki sé talin þörf á því að greina hvert og eitt atriði í ummælum Bergþórs og Gunnars, þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýti að kynferði þeirra kvenna sem um hafi verið rætt. Ummælin kasti rýrð á Alþingi og skaði ímynd þess.

Sérstök forsætisnefnd Alþingis sem var skipuð vegna Klausturmálsins lauk yfirferð sinni á málinu nú fyrir hádegi og birtir hana opinberlega þegar líður á daginn.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing