Auglýsing

Lilja Alfreðs segir dapurlegt að þingmenn Miðflokksins séu enn að reyna réttlæta ummælin: „Verða þeim til ævarandi skammar“

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir að ummæli þingmanna á Klausturbar verði þeim til ævarandi skammar. Hún segir það hafa komið glöggt í ljós hvaða hug þingmennirnir beri til kvenna og að það sé enn dapurlegra að þeir skuli nú, átta mánuðum síðar reyna að réttlæta ummæli sín.

Sjá einnig: Siðanefnd telur Bergþór og Gunnar Braga hafa brotið siðareglur á Klaustri

Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í gær að þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Ólason hafi brotið siðareglur Alþingis á Klaustri bar. Í dómi Siðanefndar segir að ekki sé talin þörf á því að greina hvert og eitt atriði í ummælum Bergþórs og Gunnars, þau séu ósæmileg og í þeim felist vanvirðing er lýti að kynferði þeirra kvenna sem um hafi verið rætt. Ummælin kasti rýrð á Alþingi og skaði ímynd þess.

Sjá einnig: Sjáðu magnað viðtal við Lilju Alfreðsdóttur: „Þeir eru ofbeldismenn“

Miðflokksmenn hafa látið í ljós óánægju sína með niðurstöðuna í kjölfarið. Gunnar Bragi segir meðal annars í andmælabréfi sínu að það þyki ekki ósiðlegt að nota orðið tík um annað fólk. Hann viðurkennir þó að það sé skammaryrði. Fyrir ykkur sem ekki munið hvernig Gunnar Bragi notaði orðið tík, sem er ekki ósiðlegt að nota um anað fólk, þá skulum við rifja það aðeins upp.

„Hjólum í helvítis tíkina. Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“

Sjá einnig: Twitter sprakk eftir að Gunnar Bragi greindi frá 36 klukkutíma blackouti: „Aldrei drekka aftur“

Lilja segir það leitt að þessir þingmenn sjái ekki sóma sinn í að líta í eigin barm og að ummælin verði þeim til ævarandi skammar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing