Sigmundur Davíð vill að sérfræðingur sem hann treystir rannsaki fréttir sem fluttar hafa verið af honum

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur vel í hugmynd Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, að fá óháðan sérfræðing, sem báðir aðilar treysta, til að framkvæma athugun á hvernig staðið hefur verið að miðlun frétta af Sigmundi Davíð og birta um þau skýrslu.

Frá þessu er greint á Eyjunni.

Sjá einnig: Fréttamaður RÚV tjáir sig um viðtalið við Sigmund Davíð, spurði aldrei um efni viðtalsins

Viðtal sem Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður RÚV á Norðurlandi, tók við Sigmund Davíð á föstudaginn á 100 ára afmælishátíð Framsóknarflokksins á Akureyri hefur vakið mikla athygli.

Þar spurði Sunna Sigmund Davíð út í fjarvistar hans á Alþingi en þá hafði hann ekki mætt í þingsal eftir að það kom saman eftir kosningar. Var hann ekki ánægður með nálgun fréttamannsins.

Sigmundur Davíð segir í viðtali á Eyjunni að Ríkisútvarpið hafi nánast ótakmarkaða möguleika á að draga upp þá mynd sem því þóknast.

„Ég lýsi mig reiðubúinn til að fá óháða aðila til að fara yfir þessi mál. Reyndar snýst þetta um fleira en mig og Framsóknarflokkinn. Það er ekki gott að fólk, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki geti átt á hættu að jafn voldug stofnun og Ríkisútvarpið taki afstöðu gegn viðkomandi sem fái svo ekki rönd við reist. Ríkisútvarpið hefur ekki aðeins tekið sér stöðu ákæranda, rannsakanda, dómar og böðuls. Það er í framhaldinu líka handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikar,“ segir Sigmundur Davíð einnig.

Auglýsing

læk

Instagram