Sjaldgæfasta platan ekki eins sjaldgæf og talið var

Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar var ekki alveg eins sjaldgæf og talið var. Nútíminn greindi frá því á dögunum að prufuútgáfa af plötunni Geislavirkir með Utangarðsmönnum á ensku hafi fundist fyrir tilviljun á skransölu á Skemmuvegi á dögunum. Það var því um að ræða plötuna Radioactive með The Outsiders.

Tónlistarspekingurinn dr. Gunni taldi að platan hafi aldrei komið út og sagði frá þessum sögulega fundi á bloggsíðu sinni.

Sjá einnig: Sjaldgæfasta plata Íslandssögunnar fannst fyrir tilviljun

Jónatan Garðarsson tók hins vegar af öll tvímæli í málinu og sagði í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í vikunni að platan Radioactive með The Outsiders hafi komið út í um þúsund eintökum í Skandinavíu.

Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé prufupressa sem Gunni hefur fundið eða hvort þetta sé platan sem kom út.

Vísir bar þetta undir Steinar Berg sem sagði að þetta stemmi allt saman.

„[Arnar Hákonarson] gaf plötuna út en sendi prufupressur hingað heim. Þetta er ein þeirra. Mig grunar að hún hafi verið spiluð upp í Hollywood.“

Á Vísi kemur fram að Geislavirkir hafi komið út árið 1980 og í byrjun árs 1981 fóru upptökur á ensku útgáfunni farið fram. Um vorið fór hljómsveitin út og upp úr flosnaði í nóvember sama ár.

Auglýsing

læk

Instagram