Sjö svakalegar bombur úr opnu bréfi Kára Stefáns til Sigmundar Davíðs

Kári Stefánsson skrifar skrifar opið bréf til Sigmundar Davíðs í Fréttablaðið í dag. Kári varpar mörgum bombum. Svo mörgum að við höfum ekki talið þær. En hér eru allavega sjö bombur sem voru of svakalegar til að taka ekki út fyrir sviga.

 

1. Sagan um Flórídaferðina

„Það er til dæmis fleyg sú saga að fyrir um það bil ári hafi Bjarni Ben hringt í þig klukkan þrjú um eftirmiðdag og sagt að hann þyrfti að hitta þig þann daginn og þú hafir fallist á að gera það um fimmleytið á skrifstofu þinni. Þegar Bjarni kom var þig hvergi að finna vegna þess að þú varst á leiðinni til Flórída og hafðir verið í bílnum á leiðinni til Keflavíkur þegar símtalið átti sér stað.“

????????????

2. Um viðbyggingu við Alþingishúsið sem á að fara eftir gömlum teikningum Guðjóns Samúelssonar

„Í þriðja lagi beinir Guðjón Samúels­son óþægilega mikið athyglinni að gömlum tengslum Framsóknarflokksins við evrópsk stjórnmálaöfl fortíðarinnar sem við viljum helst gleyma.“

3. Um samskipti Sigmundar Davíðs við fjölmiðla

111dr7

„Það kastaði þá fyrst tólfunum þegar þú brást við þeirri gagnrýni að þú hefðir hagað þér kjánalega í viðtali við Gísla Martein í sjónvarpsþætti með því að segja að hann hefði gert það líka. Gísli Marteinn er bara lítill strákur sem vinnur við sjónvarp en þú ert forsætisráðherra lýðveldisins?“

4. Um tillögu Sigmundar Davíðs að reisa nýjan spítala við Vífilsstaði

„Sá eini úr þeirra hópi sem ég veit að þú talaðir við áður en þú hentir sprengjunni var landlæknir sem ráðlagði þér gegn þessu. “

????

5. Um …

tumblr_mymvt3zngn1sbr00to1_400

„Sagan segir líka að þú sitjir löngum stundum einn í myrku herbergi í Alþingishúsinu. Það getur heldur ekki talist gott vegna þess að myrkrið er ekki bara fjarvera ljóss heldur líka eitthvað vont sem leggst á sálina og sviptir hana kærleika sem er eitt af þeim tækjum sem forsætisráðherra verður að nota í sínu daglega starfi.“

6. Ef Kári var einhvern tíma í hönskum er hann búinn að klæða sig úr þeim núna

„Þú værir best geymdur annars staðar og við aðra iðju eins og til dæmis á Flórída að fá útrás fyrir áhuga þinn á skipulagsmálum með því að spila Matador við sjálfan þig.“

7. Og Kári leggur fram tillögu

Obama-Yes1

„Ég er hins vegar með tillögu til úrbóta sem ég held að gæti galdrað til baka stjórnmálamanninn unga sem við öll hrifumst af: Þú ferð út í Nauthólsvík í hádeginu á miðvikudögum, slæst í hópinn með sjósunds­fólkinu og dvelur nokkrar mínútur í ísköldu vatninu. Þú ferð beint þaðan niður í stjórnarráð, sest fyrir framan spegil og horfir svo hvasst í augun á sjálfum þér að þú verðir að horfa undan og horfir svo til baka og segir aftur og aftur: það er gaman að vera forsætisráðherra, það er gaman að vera forsætisráðherra þangað til þú ferð að trúa því sjálfur. Þá verður allt gott.“

Auglýsing

læk

Instagram