Skemmtilegustu auglýsingarnar og tilboðin á Íslandi á Black Friday: „Mikilvægt að lesa smáa letrið“

Auglýsing

Black Friday, eða Svartur föstudagur, er einn stærsti verslunardagur Bandaríkjanna en síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og bjóða tilboð í tilefni dagsins. Nútíminn tók saman nokkur tilboð sem hafa verið auglýst hér á landi sem eru vægast sagt athyglisverð.

Unicef býður upp á 50% verðhækkun á neyðarpakka

Unicef á Íslandi býður upp á 50% verðhækkun á neyðarpakka sem verður sendur til barna í Jemen.

„Í tilefni Black Friday þegar fólk leitar að vörum á góðum kjörum, finnst okkur tilvalið að minna á þau börn sem búa við afar slæm kjör og hreinlega hækka verðið á neyðarpakkanum og senda til barna í Jemen þar sem neyðin er gríðarleg! Með Black Friday verðhækkun okkar munt þú senda ígildi 300 vatnshreinsitaflna, skyndihjálpartösku og 15 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki til barna í Jemen – kostakjör!“

Gleymdu að merkja fyrirtækið

Sérvöruverslunin Birgisson ehf keypti heilsíðu í Fréttablaðinu í tilefni dagsins þar sem miklir afslættir voru auglýstir. Það gleymdist bara að merkja hvaða fyrirtæki væri að auglýsa.

Auglýsing

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Black Fraday

Þessi verslun í Smáralind býður upp á 15% afslátt af öllu í tilefni Black Fraday.

Mikilvægt að lesa smáa letrið

H&M á Íslandi auglýsir 20% afslátt af öllum vörum í tilefni Svarta Föstudagsins á auglýsingaskiltum í verslunum sínum. Ef þetta tilboð hljómar of gott til að vera satt þá er það vegna þess að það er það. Líkt og fjallað er um á Vísi.is þá er tilboðið ekki eins gott og það virðist í fyrstu en agnarsmátt letur á auglýsingaskiltunum greinir frá því að tilboðið gildir einungis ef 3 eða fleiri vörur eru keyptar. Mynd af auglýsingaskiltinu má sjá á vef Vísis með því að smella hér.

Sama verð og alla aðra daga

Sömu tilboð og alla daga í Ikea en boðið upp á úrvals orðagrín.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram