Loka Barnalandi í Smáralind eftir að barn týndist

Barnagæslan Barnaland, sem er með rekstur í Smáralind, hefur lokað tímabundið eftir að barn týndist úr gæslunni um helgina. Greint er frá þessu á Fréttablaðið.is

Þar segir að samkvæmt yfirlýsingu frá Senu, eiganda og rekstraraðila Barnalands, verði málið tekið til ítarlegrar skoðunar og farið yfir alla verkferla til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur.

Faðir barnsins sem týndist deildi færslu á Facebook í gær og sagði þar frá því að hann og konan hans hefðu skilið dóttur sína eftir í umræddri gæslu í um klukkustund.

Þegar þau komu aftur tóku þau eftir því að skórnir hennar voru farnir. Þau leituðu að henni á staðnum og segja að starfsfólkið hafi einfaldlega yppt öxlum og haldið áfram að vinna.

„Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunnar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ skrifar faðirinn.

„Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í smáralind eða loka búllunni? Endilega deilið eins og þið getið þetta bara má ekki gerast aftur. Næst verður það barn kannski ekki svona heppin,“ segir hann að lokum.

Auglýsing

læk

Instagram