Slash með tónleika í Laugardalshöll

Gítarleikarinn Slash er á leiðinni til landsins ásamt hljómsveit og heldur tónleika í Laugardalshöll 6. desember. Miðasala hefst á fimmtudaginn í næstu viku á Miði.is. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Slash er gítarleikari hljómsveitanna Guns N’ Roses og Velvet Revolver. Hann er  einn þekktasti gítarleikari samtímans og kemur til landsins með hljómsveitinni The Conspirators ásamt söngvaranum Myles Kennedy. The Conspirators er sólóverkefni Slash en á dögunum kom út platan World on Fire.

Tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson segir í samtali við Fréttablaðið að Slash hafi verið að taka „slatta“ af lögum með Guns N’ Roses og Velvet Revolver á tónleikum sínum:

Ég hef fylgst með honum í langan tíma, er mikill aðdáandi hans, það er óhætt að segja að þetta verði rokktónleikar með stóru erri. Þetta er einn mesti töffari rokksins

Hér má sjá myndband við lagið You’re a Lie sem Myles Kennedy flytur með The Conspirators:

Auglýsing

læk

Instagram