Auglýsing

Sprelligosi breytti nafni Gunnars Nelson í Herra Rass á Wikipedia

Skömmu áður en bardagi Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio hófst í Glasgow í gærkvöldi ákvað sniðugur sprelligosi að breyta nafni Gunnars á alfræðiorðabókinni Wikipedia í Mr. Ass eða Herra Rass. Dánarstað Gunnars var einnig bætt við en þar kom fram að hann hefði látið lífið í Glasgow. Þetta kemur fram á menn.is.

Þetta var þó lagað mjög fljótlega en Wikipedia er frjálst alfræðirit þar sem notendur geta tekið þátt í að bæta og breyta upplýsingum.

Bardaginn endaði í fyrstu lotu eftir að Santiago rotaði Gunnar en þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. Gunnar sagði svo á blaðamannafundi eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á sér í upphafi bardagans sem hafði mikil áhrif.

Sjálfur er Gunnar hvergi banginn en í nýrri færslu á Facebook þakkar hann aðdáendu sínum fyrir stuðninginn. „Þetta var ekki kvöldið mitt og ég þarf að bíta í það súra epli. En svona er lífið og ég mun nýta þessa reynslu í bardagana sem eru framundan,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing