Styrkur Yoko Ono rennur ekki til Jóns Gnarr persónulega

Sveinbjörgu finnst það skjóta skökku við að fyrrverandi borgarstjóri skuli þiggja styrk úr friðarsjóði Yoko Ono í ljósi þess að Reykjavíkurborg hafi greitt fyrir rekstur súlunnar. En nýverið var greint frá því að Jón Gnarr myndi hljóta sex milljóna króna styrk úr sjóði Yoko. „Ég hefði allavega ekki tekið við þessum styrk,“ segir Sveinbjörg.

Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Samkvæmt upplýsingum RÚV fær Jón enga peninga sjálfur heldur velur gott málefni sem friðarsjóður Yoko styrkir síðan. Þegar Lady Gaga hlaut styrk lét hún hann til að mynda renna til samtaka sem berjast gegn einelti.

Þessi kona sakar mig um að vera að þiggja styrk. Ég er ekki að fá neinn styrk. Ég vel einungis gott málefni og sem ég tel verðugt, sem Lennon Ono sjóðurinn styrkir svo. Þannig er það alltaf,“ segir Jón Gnarr á Facebook-síðu sinni

 

Auglýsing

læk

Instagram