Stærsta Gleðigangan frá upphafi

Gleðigangan í dag er sú stærsta frá upphafi og mikið fjölmenni er nú í miðbæ Reykjavíkur. Gangan er hápunktur Hinsegin daga sem hafa staðið frá 8. ágúst. Gangan hófst klukkan 14 í dag þegar lagt var af stað frá Hallgrímskirkju.

Gleðigangan er í dag einn af þremur stærstu viðburðum Reykjavíkurborgar en þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Í ár verða um fjörutíu atriði í göngunni þar á meðal atriði frá erlendum gestum.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Hinsegin daga.

Auglýsing

læk

Instagram