Starfsfólk Subway í Keflavík fékk tiltal, sendi út myndir af Bieber úr öryggismyndavél

Sannkallað Bieber-æði greip um sig í Reykjanesbæ í morgun þegar poppstjarnan Justin Bieber mætti óvænt á svæðið. Nútíminn greindi frá ferðum hans um Hafnargötuna en hann kom meðal annars við á Lemon og Subway.

Á Facebook-síðu Subway er greint frá því að Bieber hafi komið við, fengið sér 12 tommu kalkúnsbát og skilið afgreiðslumanninn eftir í sjokki.

Skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið birtist á netinu mynd af Bieber sem virtist vera úr öryggismyndavél staðarins. Í svari Subway við fyrirspurn notanda á Facebook kemur fram að það sé alls ekki í lagi en persónuverndarlög gilda um notkun slíkra mynda opinberlega.

Við vorum jafn hissa og þú þegar myndin birtist allt í einu á netinu. Það var viljandi gert að birta ekki mynd af honum hér.

Þá kemur fram að myndinni hafi verið lekið eftir að starfsmaður tók mynd af öryggismyndavélinni og sendi á nokkra vel valda vini. „Þetta var gert í algjöru hugsunarleysi,“ segir í svarinu.

Sjá einnig: Hittu Justin Bieber í Reykjanesbæ og sögðu að sjálfsögðu strax frá því á Twitter

„Við erum búin að ræða þetta mál við starfsmenn okkar í Keflavík og láta þau vita af alvarleika málsins. Einnig erum við búin að hafa samband við fréttamiðla og biðja um að þeir fjarlægi myndina.“

Auglýsing

læk

Instagram