Stefán Karl sendir aðdáendum sínum hjartnæm skilaboð: „Tíminn er það verðmætasta í lífinu“

Auglýsing

Leikarinn Stefán Karl Stefánsson birti hjartnæm skilaboð til aðdáenda sinna á Twitter daginn eftir að hann fékk staðfest að ný meinvörp hafi fundist sem ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum. Í skilaboðunum sagði Stefán Karl að tíminn sé það verðmætasta í lífinu, þar sem ómögulegt er að endurheimta hann.

Hundruð aðdáenda Stefáns Karls sendu honum kveðju í kjölfarið og þúsundir hafa brugðist við tístinu á einn eða annan hátt. „Maður áttar sig á hversu stutt lífið er þegar þeir segja manni að maður muni bráðum deyja,“ segir Stefán í tístinu áður en hann hvetur fólk til að eiga stóra drauma.

https://twitter.com/stefanssonkarl/status/972267460937338882

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, eiginkona Stefáns Karls, sagði í færslu á Twitter í dag að þau hafi fengið staðfest síðastliðinn föstudag, eftir ferð til Köben í Jáeindaskanna, að það eru ný meinvörp í Stefáni sem ekki er hægt að fjarlægja með skurðaðgerðum. „Þrátt fyrir að vita um langa hríð að þessi dagur myndi renna upp eru þetta auðvitað erfið þáttaskil,“ segir hún.

Engin lækning er til við langt gengnu óskurðtæku gallgangakrabbameini. Nú taka við lífslengjandi tilraunir með lyfjagjöfum og við vonum að þær gangi sem allra best og hafi tilætluð áhrif, að bæta líðan Stefáns og lengja líf hans. Fyrsta lyfjagjöfin var í gær.

Auglýsing

Steinunn Ólína tekur fram að Stefán Karl sé í höndum frábærs krabbameinslæknis sem þau treysta fullkomlega og gerir allt sem í hans valdi stendur. „Eins njótum við aðstoðar heimahjúkrunarteymis, kvenskörungar allar saman, dásamlegar,“ segir hún.

„Veikindi Stefáns hafa áhrif á alla fjölskylduna eðlilega, við eigum misgóða daga. Suma daga eigum við ósköp bágt, aðra daga erum við bara kát og gleðjumst yfir öllu því sem við höfum eignast og lifað saman. Það getur enginn tekið frá okkur, hvernig sem allt fer. Ekki einu sinni dauðinn sjálfur.“

Færslu Steinunnar Ólínu má sjá hér fyrir neðan

Síðastliðinn föstudag fengum við það staðfest eftir ferð til Köben í Jáeindaskanna að það eru ný meinvörp í Stefáni sem…

Posted by Steinunn Olina Thorsteinsdottir on Miðvikudagur, 14. mars 2018

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram