Steinar Bragi hafnar fullyrðingu Mörtu Maríu: „Ég er ekki Eva“

Steinar Bragi segist ekki vera hulduhöfundurinn Eva Magnúsdóttir. Skellur.

Eins og Nútíminn fjallaði um fyrr í vikunni þá blekkti Forlagið blaðamann Fréttatímans til að taka viðtal við rithöfund sem er ekki til.

Höfundur bókarinnar Lausnin, sem kom út á dögunum, er sagður heita Eva Magnúsdóttir en viðtalið í Fréttatímanum var tekið í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bakvið Evu gat því skáldað upp lygilegt lífshlaup hennar.

Marta María Jónasdóttir greindi frá því á mbl.is í vikunni að rithöfundurinn Steinar Bragi sé Eva Magnúsdóttir. Í svari við fyrirspurn Fréttatímans segist Steinar Bragi ekki vera Eva. „Þótt Marta Smarta sé eflaust sæmilega læs er ég ekki Eva,“ segir hann.

Þótt sjálfur páfinn lýsti Evu á hendur mér myndi það engu breyta, ég er ekki Eva. Hins vegar hef ég skrifað bækur undir höfundarnafninu Steinunn Sigurðardóttir í mörg ár!

Marta María sagði í frétt sinni að það hafi verið nokk­ur merki sem komu Smartlandi Mörtu Maríu á sporið.

„Eitt af þeim var að text­inn í Lausn­inni er keim­lík­ur text­an­um í Kon­um eft­ir Stein­ar Braga sem kom út 2008,“ segir Marta María.

Sjá einnig: Forlagið plataði blaðamann Fréttatímans, Eva Magnúsdóttir er ekki til

Vefsíðan Druslubækur og doðrantar hafði einnig velt því upp að Steinar Bragi gæti verið höfundur Lausnar.

Textafræðideild Druslubóka og doðranta rýndi í brot úr bókinni sem finna má á vef Forlagsins og komst að þeirri niðurstöðu að bæði í stíl og efnistökum mætti sjá ýmsar eindregnar hliðstæður við verk höfundarins Steinars Braga.

Á síðunni er því einnig velt upp hvort Eva Magnúsdóttir sé mögulega persóna í næstu bók Steinars Braga.

Auglýsing

læk

Instagram