Stony gerir stórkostlegt lag úr Seinfeld

Þorsteinn Baldvinsson, best þekktur sem Stony, hefur gert stórkostlegt lag úr völdum brotum úr þáttunum Seinfeld. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Afþreyingarrisinn Hulu fékk Þorstein í verkið og tilefnið er að allar þáttaraðirnir af Seinfeld voru nýlega gerðar aðgengilegar í afþreyingarveitu fyrirtækisins.

Sjá einnig: Allt sem þú vissir ekki um manninn á bakvið Gerðiþaðekki

Þorsteinn er einnig maðurinn á bakvið smellina Gerði það ekki og Hvar er kjarkurinn sem hann gerði fyrir Nútímann. Myndböndin slógu rækilega í gegn og hreinlega sett internetið á hliðina — allavega á Íslandi.

Hulu gerði fyrr á árinu samning við Sony um að streyma öllum 180 þáttunum af Seinfeld í efnisveitu sinni.

Talið er að Hulu hafi þurft að punga út tæplega milljón dölum á þátt sem gerir samninginn um 180 milljón dala virði. Það eru um 24 milljarðar íslenskra króna.

Stony vakti heimsathygli í auglýsingaherferð Pepsi fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta. Þar var hann í aðalhlutverki á móti fótboltahetjum á borð við Lionel Messi, Robin van Persie, David Luiz, Sergio Aguero og að sjálfsögðu okkar eigin Gylfa Sigurðssyni.

Stony vakti fyrst athygli á Youtube rás sinni, Stony’s World. Myndband þar sem hann endurleikur lag Macklemore og Ryan Lewis, Can´t Hold Us, með skemmtilegum tilþrifum hefur vakið gríðarlega athygli og hefur þegar þessi orð eruð rituð verið skoðað meira en milljón sinnum.

Auglýsing

læk

Instagram