Auglýsing

Stytta eftir Steinunni Þórarinsdóttur komin í leitirnar

Stytta Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara er komin í leitirnar en henni var stolið úr miðbæ Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum að því er kemur fram á vef WBRZ.

Styttan fannst rétt hjá staðnum þaðan sem henni var stolið upphaflega en talið er að henni hafi verið stolið í mars eða apríl.

Samkvæmt lögreglunni í Baton Rouge var styttunni, sem er 180 kíló, stolið af bekk í miðbænum. Eftir að lögreglan auglýsti eftir styttunni fékk hún nafnlausa ábendingu um að styttan væri á bílastæði á Oklahoma Street og þegar hún kom á staðinn lá styttan á miðju bílastæðinu.

Listaráð Baton Rouge segir að smávægilegar skemmdir séu á styttunni en hægt sé að laga þær. Einnig var búið að mála styttuna gyllta. Ekkert er enn vitað um hver hafi stolið henni.

Þessi stytta er ein fjölmargra sem sett var upp í borginni á síðasta ári sem hluti af Landamæri eða Borders, sýningu Steinunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing