Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að taka myndir af gestum í búningsklefanum

Starfsmaður sundlaugarinnar á Sauðárkróki, sætir nú rannsókn hjá lögreglunni vegna gruns um að hafa tekið ljósmyndir af gestum í kvennaklefa laugarinnar. DV.is greinir frá þessu í dag. Það er lögreglan á Sauðárkróki sem rannsakar málið í samstarfi við lögregluna á Akureyri.

Heimildir DV herma að atvikin séu mjög mörg og nái yfir margra ára tímabil en starfsmaðurinn sem sendur hefur verið í leyfi vistaði myndefnið á einkatölvu sinni. Verið er að skoða hvort starfsmaðurinn gæti hafa deilt myndunum á netinu.

Athygli vekur á að þetta er í annað skiptið á nokkurra ára tímabili sem sem mál sem þetta kemur upp í sundlaug á Norðurlandi. Árið 2013 var maður dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að fylgjast með sundlaugargestum kvennaklefans í sundlauginni í Varmahlíð.

 

Auglýsing

læk

Instagram