Svala Björgvins dómari í The Voice

Svala Björgvins verður einn dómara í þættinum The Voice sem sýndur verður á Skjá einum í vetur. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Sjá einnig: Fjórir íslenskir raunveruleikaþættir sem við söknum og viljum sjá aftur

Sextíu söngvarar verða valdir til að taka þátt í íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttarins The Voice sem sýndur verður á Skjá einum í haust. The Voice er einn vinsælasti þáttur í heimi með yfir 500 milljónir áhorfenda og íslenska útgáfan verður stærsta verkefni Skjásins frá upphafi.

„Ég verð dómari í The Voice í vetur og er mjög spennt fyrir því,“ segir hún í Fréttatímanum.

Framleiðslufyrirtækið mun fljúga mér heim í nokkur skipti til þess að taka upp þættina, svo ég kem oftar í heimsókn í vetur. Það er alltaf gott að koma heim og The Voice eru skemmtilegir þættir.

Íslenski þátturinn verður eins og frumgerðin – fjórir dómarar munu sjá um að þjálfa söngvarana og keppa sín í milli.

The Voice hóf göngu sína í Hollandi árið 2010 en var fljótlega keyptur til sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Bandaríkunum. Þátturinn er sýndur í 120 löndum og Ísland verður 61. landið sem gerir eigin útgáfu af þættinum.

Svala kemur fram hljómsveit sinni Steed Lord á Innipúkanum um helgina og á Gay Pride um næstu helgi.

Auglýsing

læk

Instagram