Systkinin Nanna Margrét og Sigmundur Davíð sitja samtímis á Alþingi í dag

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir tekur sæti á Alþingi í dag í fyrsta sinn þegar þingfundur hefst klukkan 13.30. Hún er þriðji varamaður Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformann Miðflokksins, sem er á fundum erlendis á vegum þingsins. Hinir varamenn Gunnars eru uppteknir. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nanna Margrét er systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að systkini sitja samtímis á Alþingi en á vef RÚV eru talin upp nokkur dæmi.

Björn Bjarnason og Valgerður Bjarnadóttir voru aðalmenn á sama tíma, hann fyrir Sjálfstæðisflokk og hún fyrir Samfylkingu. Þá sátu Ingibjörg Pálmadóttir og Ísólfur Gylfi Pálmason, bæði fyrir Framsóknarflokk sem aðalmenn.

Auglýsing

læk

Instagram