Systur færðu lögreglunni Hvolpasveitarköku þegar afmælisveisla féll niður

Systurnar Þórgunnar, þriggja ára og Steinunni, fimm ára, færðu lögreglumönnum súkkulaðiköku með mynd af Hvolpasveitinni síðustu helgi.

Kakan var keypt fyrir afmæli Þórgunnar sem stóð til að halda upp á síðustu helgi en vegna veikinda varð að fresta veislunni. Foreldrar systranna stungu því upp á að þær myndu færa lögreglunni kökuna.

Sjá einnig: Fór Aðalsteinn yfir strikið á Rás 2? Hlustaðu á ummælin um Hvolpasveitina sem allir eru að tala um 

„Þórgunnur samþykkti tillöguna með því skilyrði að hún mætti þá koma með á lögreglustöðina,“ segir í færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Facebook um kökuna fínu.

Foreldrar systranna útskýrðu líka fyrir þeim að lögreglan væri búin að vera dugleg að undanförnu en það hefði verið svo mikið að gera hjá henni við að leita að ungri konu sem væri týnd.

Hvolpasveitarkakan smakkaðist að sögn lögreglu afar vel og var fljót að klárast.

„Jafnframt sendum við Þórgunni innilegar hamingjuóskir með 3 ára afmælið, en fyrirhugað er að halda afmælisveisluna hennar um helgina,“ segir í færslunni.

Auglýsing

læk

Instagram