Systurnar sögðu Sigmund hafa beitt sér fyrir því að Pressan fengi lán

Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hótuðu í bréfiu sínu að opinbera að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi beitt sér fyrir láni frá MP banka til Pressunnar. Þetta kemur fram á Vísi.

Samkvæmt heimildum Nútímans sögðust systurnar í bréfi sínu til eiginkonu Sigmundar Davíðs vera með gögn sem sýna að forsætisráðherra kom að fjármögnun á hlut Björns Inga í DV. Á Vísi kemur fram að þær hafi hótað að meint aðkoma Sigmundar að lánafyrirgreiðslu MP banka til Pressunnar, eða félögum tengd fyrirtækinu, yrðu gerð opinber.

Tengsl Sigmundar Davíðs við MP banka eru augljós en forstjóri bankans, Sigurður Atli Jónsson, er kvæntur systur hans. Þá hefur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar bankans, verið einn nánasti ráðgjafi Sigmundar í efnahagsmálum.

Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Pressunnar, hafnar í samtali við Vísi öllum tengslum við forsætisráðherra.

Hann hafnar einnig aðkomu forsætisráðherra að lánafyrirgreiðslu MP banka og segir að engin tengsl séu á milli Pressunnar og forsætisráðherra eða aðilum tengdum honum.

Auglýsing

læk

Instagram