Takið fram sundfötin því það er bongóblíða: Hitinn fer í 20 gráður

Hitinn á landinu gæti farið upp í 20 gráður í dag. Samkvæmt Veðurstofunni verður hlýj­ast verður hlýjast á Norður- og Vest­ur­landi en höfuðborg­ar­svæðinu er spáð 10-18 stiga hita næsta sól­ar­hring­inn.

Það þýðir bara eitt: Bongó.

Veður­stof­an spá­ir því að næsta sól­ar­hring­inn verði aust­læg átt á land­inu, 5-10 m/​s, en 10-15 m/​s syðst og með suðaust­ur­strönd­inni. Yf­ir­leitt bjartviðri norðan- og vest­an­lands, en súld eða rign­ing um landið suðaust­an­vert. Hiti verður 8 til 20 stig, hlýj­ast á Norður- og Vest­ur­landi.

Á höfuðborg­ar­svæðinu má bú­ast við aust­lægri átt, 3-10 m/​s, og skýjuðu með köfl­um. En hit­inn verður engu að síður 10 til 18 stig.

Spáð er áframhaldandi blíðu næstu daga.

 

Auglýsing

læk

Instagram