Taylor Swift kemur sér í vandræði í Nýja Sjálandi

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur komið sér í vandræði í Nýja Sjálandi. Upptökur á nýjasta tónlistarmyndbandi hennar gætu hafa hróflað við vernduðu búsvæði fuglategundar í útrýmingarhættu.

Swift hóf tónleikaferðalag sitt um Eyjaálfu í Sidney í Ástralíu á laugardag en hún fylgir nú eftir plötunni 1989. Hún ákvað að grípa tækifærið og taka upp tónlistarmyndband við lagið Out of the Woods á Bethells ströndinni í Nýja Sjálandi og tökuliðið fékk leyfi til að koma með tvö farartæki á ströndina.

Sjá einnig: Taylor Swift afhjúpar loksins á sér naflann

Ástæðan fyrir því að þau þurftu að hafa varann á er að hin sjaldgæfa fjalllóa hefst við á ströndinni. Sandra Coney, bæjarfulltrúi á svæðinu, segir að Swift og félagar hafi mætt með allavega tíu sendiferðarbíla og jeppa á svæðið.

„Það voru mikil vonbrigði að sjá svona mikið af farartækjum úti um allt á ströndinni,“ sagði hún í samtali við ríkisútvarp Nýja Sjálands.

Það eru bara 1.700 fjalllóur eftir í Nýja Sjálandi þannig að þetta olli okkur miklu hugarangri. Það er góð ástæða fyrir því að við erum að reyna að lágmarka fjölda farartækja á ströndinni. Tökulið Taylor Swift bara ekki virðingu fyrir umhverfinu og stóð ekki við gerð samninga.

Framleiðslufyrirtækið Cherokee Films, sem á um upptökurnar, baðst í yfirlýsingu afsökunar og sagði Swift ekki bera neina persónulega ábygð í málinu. „Taylor Swift ber enga ábyrgð í þessu máli og við vorum aldrei nálægt búsvæði fjalllóunnar. Engar fjalllóur voru skaðaðar við upptökurnar.

Fyrirtækið hyggst styrkja verkefni sem snýr að því að fjölga fjalllóum á svæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram