Teikningar Einars Arnar rjúka út

Tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson er fyrrverandi borgafulltrúi og núverandi sérfræðingur hjá fyrir Promogogo. Hann teiknar líka og í dag er síðasti dagur sýningar á myndum hans í galleríinu Listamenn Skúlagötu 32.

En hvernig datt Einar Erni í hug að halda listasýningu?

Vegna þess að ég hef alltaf teiknað og myndirnar mínar kættu mig mjög mikið og því var tilvalið að kæta aðra í leiðinni. Málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir. Og ég má segja þetta af því að ég sagði þetta upprunalega þó ég væri að hafa eftir Braga þessi orð. Enda teikna ég oftast bókakápurnar fyrir Braga.

Einar vísar þarna í bókakápur rithöfundarins Braga Ólafssonar.

Myndir Einars hafa dælst út á sýningunni og hefur hann selt 36 myndir. „Verkin seljast einsog heitar teikningar,“ segir hann.

Sýningin opnar klukkan 12 í dag.

Nei sko! // Oh no! Einar Örn notaði tímann sinn til að teikna. Lokun – Finissage from Markell Productions on Vimeo.

Auglýsing

læk

Instagram