Tekist á um trúnaðarbrest á fyrsta borgarstjórnarfundi: „Á þetta að vera svona næstu fjögur árin?”

Auglýsing

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins kallaði eftir rannsókn á trúnaðarbrest á borgarstjórnarfundi í dag. Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Vinstri grænna, upp­lýsti í ræðustól hver full­trúi minni­hlut­ans yrði í nýju um­hverf­is- og heil­brigðisráði.

Marta Guðjónsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vildi fá nánari útskýringar á störfum umhverfis- og heilbrigðisráðs. Líf Magneudóttir þakkaði Mörtu fyrir fyrirspurnina og þakkaði Mörtu einnig fyrir að taka sér sæti í ráðinu. Það kom flatt upp á Mörtu og hún furðaði sig á því hvers vegna Líf hefði vitneskju um slíkt.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir svörum frá meirihlutanum og benti á að minnihlutinn hefði ekki fengið neinar upplýsingar um hvernig meirihlutinn hefði ætlað að raða í ráð. Hann óskaði eftir svörum við hvernig á því stæði að Líf hefði þessar upplýsingar.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að gögnin væru opinber og að um þau yrði kosið sameiginlega síðar á fundinum. Eyþór Arnalds sagði að það væri fráleit hugmynd og vildi fá að vita hvar þessar opinberu upplýsingar væru þá aðgengilegar.

Auglýsing

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir skýrum svörum um þetta mál og vildi fá að vita hvernig Líf hefði fengið þessar upplýsingar. Hún skildi ekki hvers vegna þyrfti að ríkja leyndarhyggja yfir þessu.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins furðaði sig á hegðun borgarfulltrúa á fundinum. Hún talaði um samskiptahætti. „Er þetta svona sem þetta á að vera næstu fjögur árin? Við öll eigum að geta komið kurteisislega fram við hvort annað,” sagði Kolbrún og benti á að fliss hefði heyrst úr horni meirihlutans þegar borgarfulltrúar minnihlutans ræddu málið í pontu.

Líf Magneudóttir svaraði og sagði að það væri enginn glaður í dag. Hún vildi ekki kalla málið trúnaðarbrest og sagði að fólk hefði einfaldlega verið að tala saman á göngunum. Hún sagði að um brigsl væri að ræða, henni hefði borist það til eyrna að Marta kynni að sitja í ráðinu og hefði svo lagt tvo og tvo saman þegar að Marta spurði út í ráðið á fundinum.

Fundurinn hófst klukkan 14.00 og er enn í gangi. Beina útsendingu frá fundinum má nálgast á Vísi. Umræðan um trúnaðarbrestinn hefst eftir um klukkustund af fundinum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram