Auglýsing

Það sem við vitum um aðgerðir sérsveitarinnar við Ægissíðu

Lögreglan gefur ekki upp neinar upplýsingar um aðgerðir sínar við Ægissíðu í Reykjavík. Sérsveitarmenn eru á vettvangi og fjölmiðlar hafa greint frá því að maður hafi verið handtekinn í garði í Vesturbænum.

Hér er það sem við vitum um málið:

  • Aðgerðin tengist húsi á svæðinu en talið er að vopnaður maður gæti verið innandyra.
  • Lögreglan hefur lokað Ægissíðu við Hofsvallagötu
  • Fréttablaðið greinir frá því að lögregla hafi komið þeim skilaboðum til stjórnenda leikskólans Ægisborgar að starfsfólk og börn skuli halda sig innandyra.
  • Á annan tug lögreglubíla eru á svæðinu og minnst tveir sjúkrabílar.
  • Búið er að taka yfir bensínstöð N1 á svæðinu undir aðgerðarstöð lögreglu.
  • Vísir hefur eftir íbúa á svæðinu að tveir farþegar leigubíls hafi verið fluttir af vettvangi af lögreglu og að annar þeirra haf verið illa farinn í andliti, líkt og hann hefði orðið fyrir líkamsárás.

Uppfært kl. 10.34: Hópur sérsveitarmanna hefur ráðist inn í húsið, samkvæmt Fréttablaðinu.

Uppfært kl. 10.39: Lögregla leiddi einn mann út í járnum og upp í lögreglubíl. Mestu aðgerðirnar virðast yfirstaðnar samkvæmt RÚV.

Fréttin verður uppfærð.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing