Þegar Jón Arnór hitti Michael Jordan

Körfuboltakappinn Jón Arnór Stefánsson er í viðtali um farsælan feril sinn í hlegarblaði Fréttablaðsins. Jón hefur marga fjöruna sopið í boltanum segir meðal annars frá því þegar hann hitti goðsögnina Michael Jordan.

„Ég er aldrei að missa mig yfir hlutum til að byrja með. Ég missi ekki svefn nema kannski ef það er stress fyrir leiki,“ segir Jón Arnór í Fréttablaðinu.

Ég hef kannski einu sinni verið „starstruck“ og verið bara „vá, hvað er í gangi?“ Það var þegar ég hitti Jordan.

Í Fréttablaðinu kemur fram að Michael Jordan hafi verið átrúnaðargoð Jóns Arnórs. Hann var staddur á viðburði í tengslum við góðgerðargolfmót sem liðsfélagi hans hjá Dallas Mavericks, Michael Finley, stóð fyrir.

„Það var verið að bjóða upp að spila hring með Jordan,“ segir Jón Arnór í Fréttablaðinu og bætir við að hann hafi ákveðið að heilsa upp á hann.

„Það var móment þar sem við horfðumst í augu. Ég spurði hann hvernig hann hefði það og hann svaraði „good“. Hann spurði á móti, svo nikkuðum við og búið.“

Auglýsing

læk

Instagram