Þetta er fólkið sem keppir í úrslitum í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Nú er komið á hreint hvaða sjö atriði keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins næsta laugardagskvöld.

Í kvöld komust áfram lögin Fyrir alla, Fjaðrir, Lítil skref og Milljón augnablik áfram. Síðasta laugardag komust áfram Í síðasta skipti, Piltur og stúlka og Í kvöld.

Hér má sjá upplýsingar um lögin sem eru komin áfram:

Í kvöld

Lag og texti: Elín Sif Halldórsdóttir
Flytjandi: Elín Sif Halldórsdóttir

Í síðasta skipti

Lag: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Sæþór Kristjánsson og Friðrik Dór Jónsson
Flytjandi: Friðrik Dór

Piltur og stúlka

Lag og texti: Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson
Flytjendur: Björn og félagar (Björn Jörundur Friðbjörnsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hafrún Kolbeinsdóttir og Pétur Örn Guðmundsson)

Fjaðrir

Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir og Guðfinnur Sveinsson
Flytjandi: SUNDAY (Hildur Kristín Stefánsdóttir, Guðfinnur Sveinsson, Vignir Rafn Hilmarsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir)

Fyrir alla

Lag: Daníel Óliver Sveinsson og Jimmy Åkerfors
Texti: Daníel Óliver Sveinsson og Einar Ágúst Víðisson
Flytjandi: CADEM (Daníel Óliver ásamt Emelie Schytz og Caroline Waldemarsson)

Lítil skref

Lag og texti: Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson
Flytjandi: María Ólafsdóttir

Milljón augnablik

Lagi: Karl Olgeir Olgeirsson
Texti: Haukur Heiðar Hauksson og Karl Olgeir Olgeirsson
Flytjandi: Haukur Heiðar Hauksson

Auglýsing

læk

Instagram