„Þetta er fyrst og fremst ákveðin virðing“

Flutningi hljómsveitarinnar Dillalude á laginu Life eftir J Dilla var deilt á Facebook-síðu samtakanna J Dilla Foundation í gær. Flutninginn má sjá hér fyrir neðan.

Meðlimir Dillalude eru í skýjunum með þessa upphefð en hljómsveitin var stofnuð til heiðurs pródúsentsins J Dilla.

J Dilla þykir einn af merkustu hipp hopp upptökustjórum samtímans en hann féll frá langt um aldur fram fyrir átta árum. Hann var þekktastur fyrir að starfa með tónlistarmönnum á borð við Common, Erykah Badu, A Tribe Called Quest, Janet Jackson, Madlib og De La Soul.

„Þetta er fyrst og fremst ákveðin virðing,“ segir Benedikt Freyr Jónsson, meðlimur Dillalude, léttur:

Þarna eru þeir nánustu hans J Dilla að halda utan um arfleiðina. Svo hefur þetta fengið skemmtilega dreifingu útfrá þessu. Jay Dee hefur mótað minn hiphop feril mikið, allt frá því að maður byrjaði að hlusta á Tribe Called Quest. En hann var einmitt huldu producer þar. Vonum að við verðum bókaðir næst í Detroit hjá J Dilla Foundation.

Myndband af flutningnum má sjá hér en það hefur ferðast víða frá því í gær.

Auglýsing

læk

Instagram